Klifið – námskeið fyrir börn og unglinga
Hefur þú heyrt um Klifið sem er fræðslusetur í Garðabæ? Nú eru að fara af stað mörg spennandi námskeið fyrir börn og unglinga. Sem dæmi um námskeið eru Kassabílasmiðjan, Kynslóðir tálga og lesa í skóginn, Gítarnámskeið, Matreiðslunámskeið og Leiklistarnámskeið. Hægt er að nýta hvatapeninga og frístundakort á flestum námskeiðum Klifsins. Sjá nánar um námskeiðin hér. Einnig eru upplýsingar um Klifið í bókinni á bls. 197.