Menningarkort Reykjavíkur
Hefur þú kynnt þér Menningarkort Reykjavíkur? Árskort kostar 5.500 kr. og gildir fyrir Árbæjarsafn, Landnámssýningu, Ásmundarsafn, Kjarvalsstaði og Hafnarhús auk þess sem handhafar fá bókasafnskort í Borgarbókasafni og afslátt á ýmsum stöðum. Frítt er fyrir eldri borgara og börn undir 18 ára. Sjá nánar á bls. 115 í bókinni.