Listasmiðja í Ásmundarsafni; 21. og 22. febrúar kl.14-16
Listasmiðja fyrir börn 6 ára og eldri verður haldin í Ásmundarsafni fimmtudag 21. febrúar og föstudag 22. febrúar kl. 14-16. Sett verður saman þrívítt listaverk í anda Ásmundar Sveinssonar og notuð til þess náttúruleg og hversdagsleg efni. Þarna geta fjölskyldur notið samveru og leyft sköpunargleðinni að blómstra. Börn undir 18 ára aldri, eldri borgarar og handhafar Menningarkorts fá ókeypis inn. Nauðsynlegt er að mæta tímalega til að tryggja sér sæti í smiðjunni en takmarkaður fjöldi kemst að.