Fuglaskoðun 20.apríl kl.10

DSC_0135

Moldin logar af lífi. Loftið er fullt af söng. – Davíð Stefánsson (1895-1964)

Það er góð afþreying að skoða fuglalíf með börnum. Gleyma sér á stað og stund og hlusta á fallegan fuglasöng. Kenna börnunum okkar að þekkja helstu fuglategundirnar.

Á Laugardaginn n.k. stendur Ferðafélag barnanna og Háskóli Íslands fyrir fuglaskoðun í Grafarvogi. Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Grafarvogskirkju kl.10 og lýkur ferðinni kl.12. Sjá nánar um ferðina hér. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir – munið eftir sjónauka og fuglabókum (og nesti).

Fyrir þá sem langar að prófa nýja sundlaug væri tilvalið að taka sundfötin með og koma við í Grafarvogslaug eftir fuglaskoðunina. 019

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s