Hátíð hafsins

Skip_fanar-300x142

Helgina 1.-2. júní er Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í Reykjavík. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Hátíðarhöldin fara fram á Granda og teygja sig yfir á Ægisgarð. Margt verður í boði svo sem listasmiðjur, bryggjusprell, sjóræningjasiglingar, furðufiskasýning, tónlistaratriði, dorgveiði og margt fleira. Sjá nánar hér.

Í Sjóminjasafninu í Reykjavík verður opnuð sýningin : Svifið seglum þöndum – 75 ára sigling Sjómannadagráðs og verður hátíðarstemning í Bryggjusalnum. Aðgangur er ókeypis. Sjá nánar hér.

Elding býður upp á siglingar út í Viðey. Siglt er á klukkutíma fresti frá kl. 10:30 -15:30 frá Grandagarði og til baka frá Viðey á heila tímanum. Það er ævintýralegt fyrir börn að fara í stutt ferðalag út í eyjuna. Í Viðeyjarstofu verður sjómannadagskaffi en einnig er alltaf gaman að taka með nesti og sitja úti í náttúrunni.  Ferjutollur er 1.000 kr. fyrir full­orðna, 500 kr. fyrir börn 7–15 ára og frítt fyrir þau yngstu. Sjá nánar hér.

Mynd að ofan er fengin að láni af heimsíðu Hátíðar hafsins.

 

 

 

 

 

Færðu inn athugasemd