Hátíð hafsins

Skip_fanar-300x142

Helgina 1.-2. júní er Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í Reykjavík. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Hátíðarhöldin fara fram á Granda og teygja sig yfir á Ægisgarð. Margt verður í boði svo sem listasmiðjur, bryggjusprell, sjóræningjasiglingar, furðufiskasýning, tónlistaratriði, dorgveiði og margt fleira. Sjá nánar hér.

Í Sjóminjasafninu í Reykjavík verður opnuð sýningin : Svifið seglum þöndum – 75 ára sigling Sjómannadagráðs og verður hátíðarstemning í Bryggjusalnum. Aðgangur er ókeypis. Sjá nánar hér.

Elding býður upp á siglingar út í Viðey. Siglt er á klukkutíma fresti frá kl. 10:30 -15:30 frá Grandagarði og til baka frá Viðey á heila tímanum. Það er ævintýralegt fyrir börn að fara í stutt ferðalag út í eyjuna. Í Viðeyjarstofu verður sjómannadagskaffi en einnig er alltaf gaman að taka með nesti og sitja úti í náttúrunni.  Ferjutollur er 1.000 kr. fyrir full­orðna, 500 kr. fyrir börn 7–15 ára og frítt fyrir þau yngstu. Sjá nánar hér.

Mynd að ofan er fengin að láni af heimsíðu Hátíðar hafsins.

 

 

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s