Brúðubíllinn
Nú er sýning Brúðubílsins farin af stað sumar. Í júní er boðið upp á sýninguna Brúðutangó og er hún tileinkuð Eddu Heiðrúnu Bachman sem hefur í gegnum tíðina gefið mörgum brúðum Brúðubílsins rödd sína. Í Brúðutangó koma fram nokkrar vinsælar brúður eins og Agnarögn, litli fíllinn, Kústur, óperusöngkonan Mímí og fleiri. Sýningin er sett upp víða í júní og júlí svo sem við leikskóla, sundlaugar, gæsluvelli og fleira. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Dagskrá má finna á heimasíðu. Sjá nánar hér.
Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðu Brúðubílsins.