Víðavangshlaupið 1.júní 2013
Styrktarfélagið Meðan fæturnir bera mig standa fyrir Víðavangshlaupi laugardaginn 1.júní kl.12. Allur ágóði hlaupsins í ár rennur til sjóðsins Blind börn á Íslandi en hlutverk sjóðsins er að styrkja blind börn til kaupa á ýmsu því sem getur orðið þeim til aukins þroska og ánægju í lífinu en opinberir aðilar styrkja ekki foreldra til kaupa á. Í ár er hlaupið tileinkað Leu Karen Friðbjörnsdóttur, ungri stúlku sem lætur ekkert stöðva sig og er góð fyrirmynd fyrir öll börn með einhverskonar fötlun.
Hlaupið verður 5 kílómetra og verður það haldið á þremur stöðum á landinu; Öskjuhlíð (mæting í Nauthólsvík), Neskaupstað og Siglufirði. Sjá nánar um hlaupið og skráningu hér.
myndin að ofan er fengin af heimasíðu http://www.mfbm.is