Við mælum með Bastard
Við mælum með Bastard sýningunni á Volcano sirkushátíðinni. Sýningin sem stendur yfir í um 20 mínútur fær mann til að hugsa hvað okkar undursamlegu hendur geta gert margt. Okkur fannst gaman að sjá þegar hún var að rifja upp minningar af sér með foreldrum sínum í náttúrunni, hvernig hún var alltaf að gera jafnvægisæfingar. Einnig er aðdáunarvert að stúlkan er búin að læra allan textann á íslensku. Hægt er að nálgast miða hér.