Ratleikur og adrenalínklifur

581573_161429614023200_146270429_n

Ferðafélag barnanna býður fjölskyldum upp á skemmtilegar ferðir út í náttúruna þar sem börnin fá að takast á við spennandi ævintýri.

Sunnudaginn 28. júlí verður boðið upp á ferð á Nesjavelli þar sem farið verður í ratleik og Adrenalíngarðinn. Gengið verður úr Dyradal á Nesjavelli og rétt leið valin með ratleik. Í Adrenalíngarðinum fá börnin að klifra og takast á við ýmsar þrautir. Heitur lækur er á staðnum svo sniðugt er að taka með sundföt.

Lagt verður af stað á einkabílum kl.12 frá skriftstofu FÍ í Mörkinni 6. Sjá hér.

Greiða þarf fyrir aðgang að Adrenalíngarðinum. Sjá nánar hér.

Mynd að ofan var fengin að láni af heimasíðu Ferðafélags barnanna.

 

 

til bakahér

Færðu inn athugasemd