Skemmtilegt völundarhús í Engi
Ég mæli með heimsókn í Garðyrkjustöðina Engi í Laugarási sem ég heimsótti með börnin mín á fallegum degi.
Á staðnum er skemmtilegt 1000 fermetra völundarhús úr trjágróðri sem börnin mín höfðu mjög gaman af. Það tók okkur góðan tíma að finna réttu leiðina að kastala sem var inn í miðju völundarhússins. Allir kepptust við að vera fyrstir og skemmtu bæði börn og fullorðnir sér mjög vel. Þegar þangað var komið máttu allir hringja bjöllu og skrifa nafnið sitt í gestabók. Þarna er einnig sniðugur berfótagarður. Þar fá allir að ganga eða hlaupa berfættir á mismundandi undirlagi svo sem steinum, sagi, mold og fleira. Flestum börnum finnst gaman að fá að komast í þannig snertingu við náttúruna.
Á staðnum er einnig mikið úrval af grænmeti, ávöxtum og kryddjurtum og í boði var myntute úr stórum sniðugum tekatli. Það var mjög notalega að rölta um ilmjurtagarðinn á þessum fallega degi og rákumst við bæði á kisu og íslenska landnámshænu. Það voru því ánægð börn sem fóru heim með poka af gómsætum ávöxtum og grænmeti eftir skemmtilegan dag.
Sjá nánar á https://www.facebook.com/L%C3%ADfr%C3%A6nn-marka%C3%B0ur-%C3%A1-Engi-97256809559/
Það kostar kr. 300 í völundarhúsið sem greitt er í box við innganginn.
Opið er í Engi föstudaga, laugardaga og sunnudaga í sumar kl. 12-18.
Stutt frá Engi er Dýragarðurinn í Slakka sem upplagt er að heimsækja í sömu ferð.