Öðruvísi fuglasýning í Svarfaðardal og fleira spennandi.

IMG_5893 IMG_5909 IMG_5899

Svarfaðardalur er ekki bara mjög fallegur heldur býður hann upp á margt skemmtilegt fyrir fjölskyldur. Á ferðalagi fór ég með börnin á mjög skemmtilega fuglasýningu- FRIÐLAND FUGLANNA. Sýningin er óhefðbundin og sett fram á myndrænan hátt. Hún er bæði fræðandi og skemmtileg fyrir alla aldurshópa. Sýningin er sett upp með þarfir barna í huga þar sem leikur og nám haldast í hendur. Hún náði að fanga athygli barnanna, þau fengu að snerta marga sýningarmuni, gerðu einfaldar tilraunir og margt fleira spennandi. Í Svarfaðardal er mjög fjölskúðugt fuglalíf og er stikaður fræðslustígur um friðlandið fyrir fuglaáhugafólk til skoðunarhúsa og upplýsingaskilta sem þar er að finna. Sjá nánar hér.

Sýningin er opin frá kl 12-17 alla daga í sumar.

Staðsetning: Húsabakki í Svarfaðardal.

IMG_5928   IMG_5931

Á Húsabakka er líka Tásustígur Henríettu sem er fyrsti tásustígur landsins. Þar fengu börnin að ganga berfætt á mismunandi undirlagi og skemmtu sér allir mjög vel.

Aðrir áhugaverðir staðir fyrir fjölskyldur:

Byggðasafnið Hvoll á Dalvík. Skemmtilegt og fræðandi safn fyrir alla aldurshópa. Þar má meðal annars sjá ísbörn sem vekur alltaf ánægju hjá börnum. Einnig eru á safninu hlutir úr eigu Jóhanns Péturssonar Svarfdælings sem var um tíma hæsti maður í heimi. Sjá nánar hér.

Innanhús klifurveggur. Grjótglímufélagið er hópur klifrara í Dalvíkurbyggð, sem hafa reist klifurvegg. Sjá nánar hér.

Sundlaug Dalvíkur er mjög fjölskylduvæn. Þar er góð útilaug, barna- og hvíldarlaug, vatnsrennibraut og fleira. Sjá nánar hér.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s