Hrá gulrótarkaka fyrir hagsýna

DSC_0446 DSC_0455


Hagsýna húsfrúin
 (þessi sem býr hið innra) hefur bankað reglulega upp á þegar ég hef verið að henda gulrótarhratinu sem verður afgangs þegar Drekasúpan er útbúin. Húsfrúin er nefnilega dugleg að minna á að það er hægt að nota þetta fína lífræna hráefni, sem gulrótarhratið er, í eitthvað ómótstæðilega gott – eins og gulrótarköku. Það var eftir þessa síðustu heimsókn að ég lét loksins verða að því að nýta hratið. Hrá gulrótarkaka skal það breytast í – og ekki skal það bakað því eftir baksturinn minnkar næringargildi hratsins. Þessi gulrótarkaka er svo holl að maður getur etið hana í morgunmat. Hún er líka mjög góð en maður þarf aðeins að venjast áferðinni, sérstaklega ef maður er vanur hefðbundnum gulrótarkökum.

Svona til fróðleiks þá eru gulrætur ofboðslega hollar. Þær innihalda mikið af vítamínum og steinefnum en eru þó þekktastar fyrir ríkulegt magn af beta-caroten sem er nauðsynlegt fyrir okkur nú þegar farið er að rökkva því það er talið mikilvægt fyrir nætursjónina. Svo mikilvægt að hermenn voru látnir borða gulrætur á öldum áður til að geta herjað á óvininn að næturlagi. Síðan er beta-caroten einnig gott fyrir húðina og gefur okkur fallegan og frísklegan lit en hverjum veitir ekki af því hér á norðurslóðum?

Svona er uppskriftin:

BOTN:   225 g döðlur (himnesk hollusta, 1 poki), 1000 ml gulrótarhrat (4 pokar ísl eða 2 stórir erlendar), 2 rauð lífræn epli, 2,5 dl kókoshveiti, 2,5 dl kalt vatn, 1 tsk vanilluduft, 1 tsk kanilduft, 1/4 tsk salt, 1 kreist límóna.  

Allt sett í matvinnsluvél og blandað vel saman. Sett í form og kælt. Einnig er hægt að rífa niður heilar gulrætur en þá þarf að minnka vatnið á móti. 

KREM: 2 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2-4 klst og þurrkaðar. 1-2 dl rísmjólk, safi úr 1 límónu, 1 msk sæta (agavesýróp, hunang eða hlynsýróp). Salt á hnífsoddi.  

Blandað saman í matvinnsluvél og smurt á kökuna. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s