Villibað í Reykjadal með Ferðafélagi barnanna
Sunnudaginn 15. september verður farið upp í Reykjadal sem er fyrir ofan Hveragerði. Þetta verður skemmtileg ganga um fallegt hverasvæði. Þar er hægt að baða sig í heitum læk og síðan verða grillaðar pylsur og sykurpúðar.
Muna þarf eftir sundfötum, handklæði, pylsum, brauði og sykurpúðum. Grill, tómatsósa og sinnep verða á staðnum.
Lagt verður af stað kl. 10 á einkabílum frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6.
Ferðin tekur 5-6 klst.
Við mælum með Ferðafélagi barnanna fyrir fjölskyldur. Þeir bjóða reglulega upp á frábærar ferðir á spennandi staði í náttúrunni.