Vasaljósaleikur í myrkrinu

IMG_6524 IMG_6517  IMG_6528

Nú þegar farið er að dimma á kvöldin mælum við með vasaljósaleik með börnunum. Það getur verið mjög ævintýralegt og spennandi að ganga um skógarstíga með vasaljós. Við fórum í helgarferð í sumarbústað í september og ákváðum að koma strákunum okkar á óvart og gera eitthvað nýtt og spennandi. Eftir góðan mat á laugardagskvöldi buðum við þeim í gönguferð í myrkrinu og fékk hver sitt vasaljós. Við fórum í lítinn skóg við bústaðinn og höfðum við áður farið út með sælgæti í poka sem við hengdum á trén. Þar fengu þeir að hlaupa um og leita. Það var mikið fjör og eftirvænting að finna sinn poka. Eftir góða útiveru fórum við inn í hlýjan bústaðinn og strákarnir fengu að borða sælgætið yfir skemmtilegri mynd.

Margir útivistarstaðir henta mjög vel fyrir vasaljósaleik svo sem Elliðaárdalur, Öskjuhlíð, Björnslundur og fleira. Sjá nánar um útivistarsvæði á bls. 62-82 í bók. Svo er bara að nota hugmyndaflugið og finna eitthvað skemmtilegt að leita að í myrkrinu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s