ólýsanlega notalegt nudd

nudd

 

Yngsti drengurinn okkar var frekar órólegt ungbarn, að minnsta kosti miðað við eldri bræður hans: hann svaf mjög stutta lúra (mest 30 mín) og vildi helst alltaf vera á brjósti. Vinkona mín ein benti mér á að koma með sér á ungbarnanuddnámsskeið sem ég svo gerði. Við enduðum á því að fara fjórar vinkonurnar saman með börnin okkar. Þetta var fyrir sex árum.

Hann fór að sofa betur og varð rólegri. Eftir því sem hann varð eldri eirði hann sér vel og varð mikill dundari. Nú veit ég ekki hvort nuddið hafi hjálpað þar til en það hefur allavega ekki haft öfug áhrif.

Mér fannst ég ekki geta skilið bræður hans út undan og fór því einnig að gefa þeim nudd. Þegar ég hugsa tilbaka þá held ég að það að gefa börnunum mínum nudd hafi styrkt tengsl mín við þau. Svo er það náttúrulega ólýsanlega notalegt þegar maður sjálfur fær nudd frá litlu skinnunum.

Ég get staðfest að námsskeiðið hjá Hrönn Guðjónsdóttur hafi nýst okkur afar vel. Sjá hér og á facebook.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s