Pizzukvöld og notalegheit

10646995_569434696495403_7643696458623109398_n-2

Á mörgum heimilum hefur skapast sú hefð að hafa pizzukvöld einu sinni í viku. Á mínu heimili verða föstudagskvöld oftast fyrir valinu því þá eru allir komnir í helgarfrí og gott að enda vikuna á notalegri stund saman í eldhúsinu við pizzubakstur.

Drengjunum mínum finnst skemmtilegast að fá að útbúa sína eigin pizzu.  Þá fá þeir hvor sína pizzukúluna og síðan hnoða þeir deigið, breiða út og setja það álegg sem þeir vilja. Það skiptir engu máli hvernig pizzan verður í laginu og hvernig álegginu er raðað ofaná. Vinsælast er að búa til pizzuandlit og verður útkoman oft mjög listræn og flott.

Nýlega prófuðum við pizzuuppskrift Ebbu Guðnýjar. Hún er einföld, fljótleg og mjög góð. Það tekur styttri tíma að gera þessa pizzu en að keyra á næsta pizzustað.

Pizza Ebbu Guðnýjar:

250 gr. spelt ( ég nota eingöngu gróft en þið getið notað gróft og fínt til helminga )Þið getið einnig notað lífrænt hveiti /heilhveiti.

3 tsk vínsteinslyftiduft

1/2 tsk sjávarsalt

1 tsk oregano (má sleppa)

2 msk kaldpressuð ólívuolía eða kaldpressuð kókosolía

130-140 ml heitt vatn

Við þökkum Ebbu Guðnýju fyrir að leyfa okkur að birta þessa góðu uppskrift.

Hér er hlekkurinn á uppskriftina og aðferðina.

2 Comments »

    • Við bökum fyrst botninn í 5 mín við 200 gráður celcius. Setjum sósu-ost-álegg á botninn og aftur inn í u.þ.b. 5 mín.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s