7 klassísk ráð til að sýna maka sínum ást

weekend-getaway

Glaðir foreldrar eiga glaðari börn

Hversu náinn ertu maka þínum? Þarftu að hugsa þig um til að muna hversu oft þið sýnið hvort öðru ástúð? Það getur tekið mikið á að vera með lítil börn á heimilinu sem krefjast stöðugrar athygli. Öll heimilisverk margfaldast við það að eignast börn: skítuga fatahrúgan stækkar, mataleifar verða heimilisskraut ef þær eru ekki þrifnar jafnóðum, allskonar dót dreifist um íbúðina án þess að maður hafi orðið var við það, matarinnkaupin verða flóknari, bílferðum fjölgar… Síðan er vekjaraklukkan farin að hringja á tíma sem maður hefur lengst af notað til að hvílast. Öll þessi vinna er sem betur fer þess virði eða við segjum okkur það að minnsta kosti.

Það sem vill samt stundum gleymast er að gefa maka sínum tíma og athygli. Ósjálfrátt er hugur manns allar stundir við öll skylduverkin, vinnuna og börnin. Sjálfkrafa fjarlægist hugurinn makann. Hugurinn er ekki lengur á þeim stað þar sem hann var þegar maður var í tilhugalífinu. Allavega hjá sumum.

Grunnþörf okkar allra er samt sú að finna fyrir því að einhver elski okkur. Að elska og vera elskuð. Það vissi John Lennon þegar hann söng „all you need is love“ með Bítlunum og sömuleiðis Lenny Kravitz þegar hann söng „Cause it’s all just a game, We just want to be loved.“ Rannsóknir sýna svo að við losum endorfín þegar við föðmumst en það er hormón sem veldur vellíðan. Við getum samt ekki búist við því að vera elskuð nema við elskum á móti. Og börnin okkar skynja allt það sem fer fram á heimilinu. Ef við erum hamingjusöm og glöð, þá eru börnin okkar það líka. Ef það er lítið um kossaflens á heimilinu þá getur þú tekið frumkvæðið að því að sýna maka þínum ást og hlýju, og þá skiptir engu máli hvors kyns þú eða maki þinn er.

Hér eru 7 klassísk ráð til að sýna maka sínum ást:

1. Kysstu maka þinn alltaf góða nótt, þegar þið hittist eftir fjarveru og bless. Ef það gleymist láttu þá makann vita að þú saknaðir kossins.

2. Talaðu hlýlega til maka þíns. Þó að það sé pirringur í andrúmsloftinu. Andaðu djúpt, teldu upp á tíu, hugsaðu hvað þú ert lánsamur og segðu það sem þú vilt segja blíðlega. Láttu vita hvað þér þykir gott að fá hann heim þó að þú hafir búist við honum klukkutíma fyrr. Hefðir samt verið farin að bíða og saknaðir hans. Það er hægt að hugsa þetta sem leikrit og leikritið verður raunverulegt fyrr en varir. Makinn hefur miklu meiri áhuga á að drífa sig heim ef hann veit að hann á von á blíðum móttökum en ekki nöldri.

3. Brostu til maka þíns. Heili okkar er víraður þannig að ef við brosum (þrátt fyrir að langa helst til að gráta) þá senda brosvöðvarnir skilaboð til ákveðinna svæða í heilanum sem tengjast aukinni vellíðan.

4. Haldist í hendur. Í sófanum. Í bíó. Í göngutúr. Í bílnum…

5. Faðmaðu maka þinn. Komdu aftan af honum og gefðu honum gott faðm. Það virkar líka að gefða nudd, bakstroku…  Snerting minnkar stresshormón í líkamanum og lætur mann líða vel.

6. Skipuleggðu stefnumót einu sinni í viku. Alltaf á sama tíma. Fáðu einhvern til að passa börnin. Stefnumótið getur verið göngutúr, fara á kaffihús, í bíó eða út að borða svo dæmi sé tekið. Ef einu sinni í viku er of oft þá aðra hverja viku eða einu sinni í mánuði hið minnsta.

7. Farið árlega saman í helgarferð innanlands eða utan. Það er oft hægt að fá góð tilboð hjá flugfélögunum og panta hagstæða gistingu í gegnum vefi eins og airbnb.com. Einnig eru margir áfangastaðir innanlands, eins og Akureyri, Húsavík eða jafnvel eitthvað styttra eins og Laugarvatn (fyrir borgarbúa) en þar er skemmtilegt hótel, Héraðsskólinn, og Fontana spa þar sem maður getur slakað á og dekrað við hvort annað.

Það besta við þessi ráð er að ef maður er duglegur að fylgja þeim þá fer maður ósjálfrátt að fá þau endurgoldin. Og endar jafnvel með því að vera jafnglöð og þessi:

happyold

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s