Hátíð hafsins um helgina
Hátíð hafsins verður haldin hátíðleg í Reykjavík helgina 31. maí- 1. júní og verður margt spennandi í boði fyrir fjölskyldur.
Laugardaginn 31. maí verður HAFNARDAGURINN og verður meðal annars boðið upp á sjóræningjasiglingu, reipitog, fjölskylduhátíð HB Granda, fjölskyldudag Forlagsins, andlitsmálun, línubrú, hafnarsprell, sýningu á fiskum og furðuverkum úr hafinu, dorgveiði og fleira.
Sunnudaginn 1. júní verður SJÓMANNADAGURINN haldinn hátíðlegur og þá verður meðal annars boðið upp á skrúðgöngu frá Hörpu út á Granda, Sjómannadagshátíð í Viðey, Skoppu og Skrítlu með Maxímús Músíkrús, fjölskylduhátíð HB Granda, Latabæ og fleira.
Nánar er hægt að sjá dagskrá hér.
Mynd að ofan er fengin að láni af www.facebook.com/Hatidhafsins