Flugdagur á Reykjavíkurflugvelli
Á morgun fimmtudaginn 29. maí verður flugsýning á Reykjavíkurflugvelli. Það verða tugir flugvéla til sýnis allt frá stórum farþegavélum til flugmódela. Einnig verða ýmis sýningaratriði svo sem listflug, svifflug, Boeing 757 vél Icelandair, Hercules flutningavél, Landhelgisgæslan og margt fleira spennandi.
Í upphafi sýningarinnar verður mynduð 10 manna stjarna í fallhlífastökki.
Staðsetning : Reykjavíkurflugvöllur, Flugvallarvegur, 101 Reykjavík.
Tími: kl. 12-16.
Aðgangur ókeypis.
Sjá nánar hér.