Brúnkur með blíðu (mjólkur- og glúteinlausar)

brunkur1 brunkur2

Með tímanum hef ég lært að forðast matvörur sem innihalda mjólk eða glúten. Ekki af því að það sé hollara heldur er ég nú laus við uppþembu og kviðverki. Bólstrunin sem ég hafði á kviðnum og hélt að væri eftir barneignirnar hefur minnkað svo um munar – ég get rennt buxunum aftur upp. 

Í veislum nýt ég þess að horfa á aðra renna niður gómsætum kökum meðan ég ímynda mér hvernig þær smakkist og núna fjórum mánuðum eftir að ég tók alfarið út glútein langar mig ekkert í kökur, brauð eða annað álíka gómsætt. 

Loksins þegar ég var búin að ná þessu stigi að vera sátt við að láta kökurnar eiga sig – ég var þessi týpa sem gat borðað kökur og sætindi í öll mál – gátu feðgarnir á heimilinu ekki horft upp á þetta lengur og ákváðu að baka mjólkur- og glúteinlausar brúnkur.

Nú nýt ég þess að borða brúnkur en hef lært af þessu magaveseni að það er ekkert mál að breyta matarvenjum. Það er nóg að hugsa um hvernig manni á eftir að líða eftir að borða það sem maður girnist. 

Hér er uppskrift feðganna: 

2 dl glúteinlaust mjöl, 3/4 dl kakóduft, 1/4 tsk salt, 3/4 dl, 3/4 dl ólífuolía, 2 dl hrásykur, 2 egg, 1 1/2 tsk vanilluduft, 1 dl kókosmjöl, 1 dl súkkulaðidropar og 3/4 dl saxaðar valhnetur (má sleppa)

Hitið ofn í 175°C og smyrjið 20cm ferkanntað bökunarmót. Sigtið mjöl, kakó og salt í skál. Blandið val saman í annarri skál olíu, sykri, eggjum og vanillu. Blandið síðan öllu saman og hrærið kókos varlega við. Hellið deiginu í formið og dreifið súkkulaðidropum og hnetunum yfir. Bakið í 25-35 mínútur. 

Njótið vel!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s