Vísindadagur fyrir fjölskyldur í Háskóla Íslands
Á morgun laugardaginn 25. október kl. 10-16 verður haldinn vísindadagur fyrir fjölskyldur í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.
Dagskráin verður fjölbreytt og boðið verður upp á skemmtilega og fræðandi viðburði fyrir alla fjölskylduna. Þar má nefna Sprengjugengið sem hefur slegið í gegn með frábærum efnafræðitilraunum og einnig verður Stjörnuverið á staðnum þar gestir geta farið inn í uppblásið tjald og skoðað stjörnuhimininn. Vísindasmiðjan með tilraunir fyrir alla aldurshópa og svo kíkir Ævar vísindamaður í heimsókn milli kl. 12-14.
Sjá nánar dagskrá hér.
Mynd að ofan er fengin að láni af https://www.facebook.com/sprengjugengid