Leitin að jólunum í Þjóðleikhúsinu
Í þjóðleikhúsinu hefur jólasýningin Leitin að jólunum verið sýnd árlega síðan 2005 við miklar vinsældir barna.
Tveir skrýtnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyri Þjóðleikhússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæraleikarar og þessi fjörugi hópur leiðir börnin með leik og söng um leikhúsið. Börnin ferðast inn í ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og á okkar tímum.
Miðapantanir og nánari upplýsingar hér
Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðunni http://www.leikhusid.is