Jólamarkaðurinn við Elliðavatni

405030_2875683256016_311250324_n

Í dag laugardaginn 29. nóvember opnar jólamarkaðurinn við Elliðavatn og verður opinn allar helgar fram að jólum klukkan 11-16.

Þetta er dásamlegur staður til að fara með börn og upplifa sannkallaða jólastemningu í friðsælu og fallegu umhverfi.

Kveikt er upp í eldstæði á hlaðinu, tónlistarmenn og rithöfundar mæta á staðinn og jólasveinar gleðja börnin með söng og spjalli.

Rjóðrið er trjálundur rétt við Elliðavatnsbæinn þar sem hægt er að setjast á bekki kringum logandi varðeld. Barnastundin verður þar kl. 14 og þá kemur barnabókahöfundur og les upp fyrir börnin. Jólasveinarnir kíkja á börnin eftir upplesturinn frá kl. 13:30- 15:30.

Á Hlaðinu verða til sölu nýhöggvin íslensk jólatré og þar að auki mikið úrval af tröpputrjánum vinsælu. Einnig eldiviður og viðarkyndlar.

Kaffistofan verður niðri í Elliðavatnsbænum þar sem fjölskyldan getur fengið sér hressingu í anda jólanna og átt notalega stund.

Sjá nánar hér

Það tekur aðeins 15 mínútur að aka frá miðbæ Reykjavíkur að Elliðavatnsbænum í Heiðmörk til að upplifa notalega jólastemningu með fjölskyldunni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s