Stjörnu- og norðurljósaganga með Ferðafélagi barnanna
Á fallegu og stjörnubjörtu vetrarkvöldi er fátt jafn spennandi og skoða himingeiminn.
Laugardaginn 17. janúar verður farið í stjörnu- og norðurljósagöngu með Ferðafélagi barnanna.
Sævar Helgi Bragason verkefnastjóri við Háskóla Íslands og kennari í Háskólalestinni svarar öllum spurningum um norðurljósin, stjörnurnar og vetrarbrautina í gönguferðinni.
Þátttakendur safnast saman við skrifstofu FÍ í Mörkinni 6 kl. 20 og fara upp í Heiðmörk, framhjá Rauðhólum og að Elliðabænum við Elliðavatn.
Mikilvægt er að allir séu vel klæddir því það spáir köldu veðri, allt að 10 stiga frosti.
Gott er að taka með nesti og heitt að drekka.
Gangan tekur um um 2 klst.
Nánari upplýsingar hér
Mynd að ofan er fengin að láni af http://www.ferdafelagbarnanna.is/aaetlun/nr/1898/