Heyrst hefur að þegar mömmurnar djömmuðu…

…á Akureyri þá sátu félagar ábyrgra feðra ekki aðgerðarlausir. Vilhjálmur Alvar (41), Jón Páll (41) og Kári Þór (41) sáust á þeytingi um bæinn með krakkaskara. Hér að neðan eru glefsur frá deginum viðburðaríka.

FAF2 FAF4

Félagarnir sýndu börnunum sínum gamla takta og fræddu þau um tæknina á bak við legósmíði.

svarthofdi

Jón Páll kórónaði það með því að henda í einn Svarhöfða úr afgangskubbum af gólfinu.

FAF1

Síðan var læðst inn á Eurovision æfingu en ekki fylgir sögunni hvort félagarnir hafi fengið að stíga á svið.

idol

En við vitum fyrir víst að þeir rákust á Idolið-sitt baksviðs.

orsvefn

Tekið var smá hlé til að ná örsvefni fyrir allra yngstu krakkana.

FAF3

Félagar ábyrgra feðra vita að það þarf að hlaða tankinn af og til og því fengu allir eitthvað gott að borða fyrir næsta atriði.

keila

Sem var keila. Ekki fylgir sögunni hver vann en þar sem það var ekki gefið upp gefur það ákveðnar vísbendingar um að félagarnir hafi lotið í lægra haldi fyrir krakkaskaranum.

FAF5

Sögusagnir eru uppi um að þeir hafi endað í 5 bíó og það hafi ríkt mikil spenna. Dagurinn var svo kórónaður með því að fara á Gló eftir sýningu með krakkana.

ps. átt þú sögu af lífi úr degi föðurs. ef svarið er já, þá viljum við endilega heyra hana 🙂

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s