Öskudagssmiðja í Gerðubergi um helgina
Laugardaginn 14. febrúar kl. 14-16 verður haldin öskudagssmiðja í Gerðubergi fyrir fjölskyldur.
Allir fá leiðsögn við að sauma öskupoka og búa til bolluvendi Hægt verður að velja um tvær mismunandi gerðir af bolluvöndum.
Allt efni er á staðnum og aðgangur ókeypis.
Sjá nánar hér
Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðu Borgarbókasafnsins.