Margt í boði fyrir fjölskyldur í vetrarfríinu
Það þarf ekki að fara langt til að eiga skemmtilegar stundir í vetrarfríinu 19. og 20. febrúar í Reykjavík.
Frístundamiðstöðvar bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna.
Ókeypis er í sundlaugar á ákveðnum tímum og fá fullorðnir í fylgd með börnum ókeypis inn á menningarstofnanir.
Það verður opið lengur á skíðasvæðum í Bláfjöllum og Skálafelli og einnig verður hægt að renna sér í skíðabrekkunum í Ártúnsbrekku, Grafarvogi og Breiðholti ef aðstæður leyfa.
Á bókasöfnum verður boðið upp á getraunir, spil og föndur.
Það verður ratleikur í Elliðaárdal, útieldun við Gufunesbæ, hlussubolti í Kringlumýri, listasmiðjur, fjölskyldubingó og fleira.
Sjá nánar dagskrá http://reykjavik.is/frettir/fjolskyldan-saman-i-vetrarfriinu