Að finna barnið í Smáratívolí

GetAttachment.aspx   GetAttachment.aspx  GetAttachment.aspx    GetAttachment.aspx  GetAttachment.aspx

Vitum ekki hvort það er aldurinn eða umhverfið en við ákváðum að nú væri kominn tími til að finna aftur barnið í okkur.

Við keyptum tímakort sem gildir í 90 mínútur í öll tækin nema vinningatækin og buðum fjölskyldunni í Smáratívolí.

Það var mikil tilhlökkun að fá að prófa tívolítækin. Við byrjuðu á því að fara í klessubílana sem að okkar mati voru aðeins of litlir fyrir okkur foreldrana en börnunum fannst mjög gaman. Eflaust er hægt að smeygja sér í þá ef vilji er fyrir hendi.

Síðan fórum við upp á 2. hæð þar sem eru margir frábærir leikir. Körfuboltaleikurinn var skemmtilegur og við möluðum börnin. Við nutum aðdáunar barnanna þegar boltarnir hjá okkur rúlluðu í körfuna hver á fætur öðrum.

Móturhjólaleikurinn markaði líf okkar mæðra. Við háðum harða keppni sem endaði með því að við dóum 65 sinnum með því að keyra út af í næstum hverri einustu beygju. Við erum núna alveg búnar að gefa upp á bátinn þann gamla draum að fá okkur Harley.

Ljósaleikurinn og þythokkí slógu algjörlega í gegn hjá okkur öllum. Eftir hörð einvígi lá leiðin í 7D bíó þar sem við börðumst við múmíur og fleiri óvætti. Þar  lögðu börnin okkur foreldrana að velli. Að lokum fórum við í keilu sem er alltaf vinsæl.

Það var ótrúlega gaman að taka þátt í upplifuninni með börnunum og sjá þau ljóma þegar mamma eða pabbi voru að reyna fyrir sér í tækjunum með misgóðum árangri. Við eigum eftir að koma aftur og einnig prófa vinningstækin.

Smáratívolí er skemmtilegur staður fyrir alla fjölskylduna og ekki síður fyrir ömmu og afa því eins og máltækið segir:

Við hættum ekki að leika okkur af því að við verðum gömul. Við verðum gömul af því að við hættum að leika okkur.

Svei mér þá ef barnið í okkur er ekki bara fundið.

Sjá nánar hér

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s