Sunnudagsbíltúr í Þekkingarsetur Suðurnesja

boðskort_katrín3

Hvernig vær að fá sér sunnudagsbíltúr og fara með börnin í Þekkingarsetur Suðurnesja í Sandgerði.

Á morgun sunnudaginn 22. mars hefst þar sýningin Huldir Heimar Hafsins – Ljós þangálfanna í tilefni af alþjóðlegum degi vatnsins. Sýningin er bæði fræðslu- og listasýning þar sem vísindalegum fróðleik um mikilvægi hafsins og hættur sem að því steðja er fléttað saman við ævintýraheim þangálfanna. 

Á efri hæð Þekkingarsetursins er náttúrugripasýning með um 70 uppstoppuðum dýrum. Þar eru einnig lifandi sjávardýr svo sem krabbar og fiskar og mega börnin jafnvel koma við þau.

Opið er á morgun kl. 13-17 og er aðgangur ókeypis.

Sjá nánari upplýsingar um Þekkingarsetrið eru hér

Á bls. 142-157 í bókinni Útivist og afþreying fyrir börn bendum við á ýmsar staði á Reykjanesskaga sem upplagt er að heimsækja í sömu ferð.

Mynd að ofan er fengin að láni af heimasíðunni http://thekkingarsetur.is/thekkingarsetur-sudurnesja

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s