Þrautir leystar í rathlaupi

Rathlaupafélagið Hekla býður gestum í rathlaup á laugardaginn í Öskjuhlíð. Þessi skemmtilega fjölskylduíþrótt er tiltölulega ný hér hér á landi en hefur lengi verið vinsæl á Norðurlöndunum.

Gestir fá kort af hlaupasvæðinu og nota það til að fara á milli stöðva. Hver og einn byrjar þegar honum hentar og reynir að komast á milli staða á sem stystum tíma. Fjölskyldan leysir þrautina saman en brautin er um 2 kílómetrar og kerrufær ef lítil börn eru með í för.

Hér er því einstakt tækifæri til að kynnast þessari skemmtilegu íþrótt sem öll fjölskyldan getur stundað saman óháð aldri.

Rathlaupfélagið verður efst í hlíðinni við vinstra megin við göngustíginn kl. 13 til 15.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s