Jógasýning þar sem gestir eru þátttakendur
Jógahjartað býður upp á jógaleiksýningu þar sem gestir geta tekið þátt í ævintýri um skínandi bjartan blómálf og elskulegan en örlítið ráðvilltan skógarálf. Sýningin stendur yfir í 30 mínútur og eina sem þarf er góða skapið, opið hjarta og mjúk og þægileg föt sem gott er að hreyfa sig í. Einnig er bara hægt að horfa og hafa gaman af. Ekkert aldurstakmark.
Átta mæður og jógakennarar standa að baki Jógahjartans sem hefur það markmið að kynna jóga og hugleiðslu fyrir börnum í grunnskólum og hjálpa þeim þannig að kyrra hugann sinn.
Sýningarnar verða í lundi vinstra megin þegar gengið er niður hlíðina frá bílastæðunum. Sú fyrri er kl.13:00 og síðari kl.13:40.