Ingólfssvell í desember
Hjartað tekur kipp því það er kominn tími til að taka fram skautana. Manni finnst alls ekki svo langt síðan maður var sjálfur úti að skauta kvöld eftir kvöld. Nú er heldur betur tækifæri til að draga börnin með sér á skauta því skautasvell verður opnað þriðjudaginn 1.des. kl. 20 á Ingólfstorgi í tilefni af 8 ára afmæli Nova.
Ingólfstorg mun því umbreytast í Ingólfssvell. Síðan mun jólaþorp rísa í kringum Ingólfssvellið þar sem hægt verður að versla m.a. veitingar og útivistarfatnað. Jólaskreytingar og jólatónlist sjá svo um að skapa rétta jólaandann.
Opnunartími á svellinu:
- 2.- 11. des. kl. 12-20
- 12.- 22. des. kl. 12-22
- 23. des. kl. 12-23
Engin aðgangseyrir er á svellið.
- Leiga á skautum og hjálmi 990 kr.
- Leiga á barnagrind 990 kr.
Sjá nánar á vefsíðu Nova.