Fræðandi og skemmtilegt matreiðslunámskeið fyrir fjölskyldur

IMG_2013

Heilsumamman heldur reglulega fræðandi og skemmtileg námskeið fyrir fjölskyldur þar sem hollustan er höfð að leiðarljósi.

Ég skellti mér á nýlega á námskeiðið Byggðu upp barnið með góðri næringu og góðum venjum  og bauð ég með mér þremur strákum á aldrinum 10-13 ára.

Námskeiðið var mjög vel skipulagt. Fyrst var fyrirlestur um næringu og mat og höfðaði hann vel til strákanna. Oddrún kom efninu vel til skila á líflegan og skemmtilegan hátt og fengum við að kynnast hollum og góðum fæðutegundum sem auðvelt er að nota í mat svo sem chia fræ, mórber, kínóa og grænkál. Fjallað var um sykurneyslu barna og leiðir til að draga úr henni með hollum fæðutegundum og einnig var fjallað um fæðuóþol.

Síðan var okkur skipt í 4 hópa og allir fengu að spreyta sig í matargerð. Við bjuggum meðal annars til berjahristing, prótein- og næringarríkar nammikúlur og musli og höfðu strákarnir mjög gaman af þessu.  Við vorum sammála að það væri mun auðveldara en við héldum að búa til ofurhollt frá grunni.

Í lokin borðuðum við svo saman grænmetis – og baunarétt sem var einstaklega góður.

Ég get hiklaust mælt með þessu námskeiði fyrir fjölskyldur sem hefur nýst okkur á margar hátt.

Námskeiðin eru haldin í Lifandi Markaði og er skráning á heilsumamman@gmail.com

Næstu námskeið verða haldin sem hér segir:

 

25.febrúar –  Súperhollt fyrir alla fjölskylduna

27.febrúar –  Byggðu upp barnið – með góðri næringu og góðum venjum.

10.marsNæringarríkara sælgæti

12.marsByggðu upp barnið – með góðri næringu og góðum venjum

Sjá nánari upplýsingar á http://heilsumamman.com

 

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s