Hefur þú komið á Leiðarenda?

 

Ef ekki þá ættir þú að tékka á hellinum Leiðarenda í Stóra-Bollahrauni sem myndaðist við eldgos fyrir um 2000 árum. Hellirinn er ekki langt frá Þjóðvegi og er aðgengi mjög gott enda vinsæll áfangastaður ferðamanna. Flestir þurfa að bogra á einstaka stað en það mun fara eftir hæð manna. Ævintýrin sem fylgja svona ferð eru ógleymanleg. Hellirinn er 900 metra langur og gengur til beggja átta út frá niðurfalli en leiðirnar tengjast þannig að hellirinn liggur í hring. Þegar komið er inn í hellinn er á vinstri hönd kort af hellinum. Margt er að skoða í hellinum eins og dropsteina (hrjúft hraun sem myndast þegar hraunið er að renna), dropasteina (slétt útfelling úr lofti), ljósakrónu og beinagrind af sauðkind. Nafnið á hellinum er dregið af kindinni sem komst á leiðarenda í hellinum. 

Það jákvæða við hellaskoðun er að það skiptir engu máli þótt úti sé rok og rigning því það er alltaf sama veður í hellinum!

Búnaður: Hjálmur, gott höfuðljós nauðsynlegt á hvert höfuð, auka ljós (t.d. vasaljós), föt sem mann er ekkert allt of annt um (hitastigið er um 3° en mann hlýnar við bröltið), regnbuxur (jafnan drýpur aðeins úr lofti), myndavél, nesti. Ég rak höfuðið svakalega í tvisvar sinnum og hef sjaldan verið jafnfegin að hafa verið með hjálm!

Akstursleið: Krísuvíkurvegur (42) í Hafnarfirði ekinn og beygt til vinstri á Bláfjallaveg (417) sem ekinn er í 6 km. Bílastæðið eru vel sýnileg við veginn á vinstri hönd. Slóðin að hellismunninum liggur vinstra megin frá bílastæðinu og er um 180 metrar. Einnig er hægt að aka Suðurlandsveg og inn á Bláfjallaveg en þá er beygt til hægri þar sem Bláfjallavegur kvíslast (vinstri kvíslin liggur upp að skíðasvæðinu.)

GPS hnitin fyrir bílastæðin eru N63 59.110 W21 50.586 (þetta er í WGS 84 GPS hnitakerfinu)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s