Laugardaginn 19. apríl verður páskaeggjaleit í skóginum við Þórisstaði. Búið verður að fela 200 páskaegg og hefst leitin kl. 13 við Súpuskálann. Einnig verður hægt að skoða dýrin á staðnum… Read more Páskaeggjaleit á Þórisstöðum →
Nú eru flestir komnir í páskafrí og sumar fjölskyldur á leiðinni í ferðalag. Það er upplagt að nota fríið og gera eitthvað skemmtilegt saman í náttúrunni. Það eru útivistarsvæði um allt land, frábær skíðasvæði, fallegar fjörur, fjöll og skógar sem gaman er að heimsækja. Einnig eru góðar sundlaugar víða um land og alltaf spennandi fyrir börn að prófa nýja laug. Þarf ekki að fara langt til að skapa skemmtilegar minningar í fríinu. Í bókinni Útivist og afþreying fyrir börn bendum við á ótal staði í Reykjavík og nágrenni sem við mælum… Read more Útivist í páskafríinu →
Sunnudaginn 13. apríl verður farið í ævintýralega fjöruferð á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði. Margt verður í boði fyrir fjölskyldur svo sem fræðsla um lífríki og vistfræði fjörunnar, skimað verður eftir kræklingum í soðið og fallegum gersemum fjörunnar. Þaraeldstæði verður prófað í fyrsta skipti og þar verða soðnar kræklingaskeljar og jafnvel grjótkrabbi. Einnig verður bragðað á þara, skimað eftir hafmeyjarhári og fleira spennandi. Ferðin hefst kl. 11 og mun hún taka um 2 klst. Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis. Nánari upplýsingar eru hér.
Það er spennandi fyrir börn að fara út í Viðey, sigla í ferjunni og leika í fallegri náttúru. Gaman er að ganga um eyjuna, leika í fjörunni eða á leiksvæði… Read more Páskaeggjaleit í Viðey →
Laugardaginn 5.apríl verður líf og fjör í miðbæ Hafnarfjarðar en þar verður haldinn verður langur laugardagur með fullt af uppákomum, tilboðum, tónleikum o.fl. Sjá nánar á facebook-síðu Menningar- og listafélags Hafnafjarðar.
Þessa dagana stendur yfir 10 daga hátíð á Suðurlandi þar sem boðið er upp á um 200 viðburði. Margt er í boði fyrir fjölskyldur svo sem frítt í sundlaugar, gönguferðir… Read more Hátíð á Suðurlandi dagana 28. mars – 6. apríl →
Í tengslum við HönnunarMars mun Tulipop bjóða upp á teiknismiðju fyrir börn á öllum aldri næstkomandi laugardag 29.mars 2014, kl.12-16. Þau verða með opið hús á skrifstofu sinni og sýningarrými… Read more Spennandi teiknismiðja hjá Tulipop →
Dagana 20.-30. mars er haldin barnakvikmyndahátíð í Bíó Paradís. Sýndar verða áhugaverðar myndir um allt milli himins og jarðar svo sem leiknar myndir, teiknimyndir, heimildarmyndir, stuttmyndir og fleira fyrir börn… Read more Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Bíó Paradís →