Spennandi teiknismiðja hjá Tulipop
Í tengslum við HönnunarMars mun Tulipop bjóða upp á teiknismiðju fyrir börn á öllum aldri næstkomandi laugardag 29.mars 2014, kl.12-16. Þau verða með opið hús á skrifstofu sinni og sýningarrými við Hverfisgötu 39. Börnin fá skapandi litabækur og Signý, hönnuður Tulipop, mun leiðbeina þeim við teikningar sínar. Dj. Snorri og Stefán þeyta skífur. Einstakt tækifæri hér til að kynna börnunum fyrir skemmtilegri íslenskri hönnun sem mörg hver kannast vel við. Allir velkomnir! Sjá nánar um viðburðinn hér.