Páskaeggjaleit í Viðey

EldingEaster-Egg-Hunt.Imange-by-Roman-Gerasymenko_7-717x350

Það er spennandi fyrir börn að fara út í Viðey, sigla í ferjunni og leika í fallegri náttúru. Gaman er að ganga um eyjuna, leika í fjörunni eða á leiksvæði við Viðeyjarstofu.

Laugardaginn 12. apríl verður páskaeggjaleit í Viðey. Þetta er skemmtilegur leikur fyrir fjölskyldur sem gengur út á það að finna sem flest lítil páskaegg frá Freyju og einnig verða stærri vinningar fyrir þá sem finna sérstaklega merkt egg.

Páskaeggjaleitin hefst kl. 13:30 við Viðeyjarstofu. Afmörkuð verða sérstök leitarsvæði, þar á meðal eitt fyrir 6 ára og yngri.

Tilvalið er að taka með nesti en einnig er veitingasala í Viðeyjarstofu.

Viðeyjarferjan siglir samkvæmt vetraráætlun um helgar.

Brottfarir frá Skarfabakka til Viðeyjar: 13:15, 14:15 og 15:15.

Brottfarir frá Viðey til Skarfabakka: 13:30, 14:30, 15:30 og 16:30.

Verð í ferjuna:  Fullorðnir 1100 kr.   Börn 7–15 ára 550 kr.   Börn 0–6 ára 0 kr.

Sjá nánari upplýsingar hér.

Mynd að ofan er fengin að láni af Videy.com

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s