Útivist í páskafríinu
Nú eru flestir komnir í páskafrí og sumar fjölskyldur á leiðinni í ferðalag. Það er upplagt að nota fríið og gera eitthvað skemmtilegt saman í náttúrunni. Það eru útivistarsvæði um allt land, frábær skíðasvæði, fallegar fjörur, fjöll og skógar sem gaman er að heimsækja. Einnig eru góðar sundlaugar víða um land og alltaf spennandi fyrir börn að prófa nýja laug.
Þarf ekki að fara langt til að skapa skemmtilegar minningar í fríinu. Í bókinni Útivist og afþreying fyrir börn bendum við á ótal staði í Reykjavík og nágrenni sem við mælum með fyrir fjölskyldur.
Það eru nokkur atriði sem skipta máli á ferðalagi og í útivist með börnum:
1. Það er sniðugt að leyfa barninu að taka þátt í að velja staðinn sem á að heimsækja.
2. Mikilvægt er að aðlaga ferðina að þörfum barnsins. Á ferðalagi í bíl er gott að stoppa reglulega og brjóta upp ferðina með sundferð, göngutúr eða öðru. Í útvist er gott að flýta sér hægt, stoppa oftar og leyfa barninu að hvíla sig.
3. Passa að hafa nóg að borða og drekka. Víða um land eru skemmtilegir útivistarstaðir þar sem hægt er að stoppa og fá sér nesti úti í náttúrunni.
4. Klæða barnið eftir veðri. Það er ekkert jafn leiðinlegt fyrir barnið og geta ekki notið sín í leik.
5. Það getur verið þreytandi fyrir barn að ferðast í bíl. Því er gott að hafa til taks leiki til að stytta því stundir. Á bls. 176-177 í bók eru nokkrar hugmyndir að leikjum í bíl.
Mynd að ofan er tekin í lautarferð í Heiðmörk sl. vetur.