Skip to content

Flokkur: Viðburðir

Klettaklifur í Lambafellsgjá

Mánudaginn 29. júlí býður Ferðafélag barnanna fjölskyldum í klettaklifur í Lambafellsgjá. Lambafellsgjá er ævintýraveröld fyrir börn og settar verða upp klifurlínur í gjánni og allir fá að klifra upp gjáveggina og síga niður. Lagt verður af stað kl.16 á einkabílum frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6 og tekur ferðin um 3-4 klst. Sjá nánar hér.

Barnahátíð í Viðey

Sunnudaginn 28. júlí verður haldin barnahátíð í Viðey. Boðið verður upp á margt skemmtilegt fyrir börn svo sem fjörufjör, fjölskyldujóga, leiki með skátum, trúðar koma í heimsókn, sirkus og fleira. Hægt verður að kaupa pylsur, grilla á stóru grilli og boðið verður upp á ís. Dagskráin hefst kl. 12:15-16:00. Allar nánari upplýsingar um dagskrá er hér.

Íslenski safnadagurinn 7. júlí

Næstkomandi sunnudag verður íslenski safnadagurinn haldinn hátíðlegur. Þá bjóða mörg söfn upp á sérstaka dagskrá og verður ókeypis inn öll söfn sem taka þátt í deginum. Sjá nánar um safnadag þeirra safna sem eru í bókinni hér: Sjómannasafn (m.a. hægt að fara í varðskipið Óðinn), Þjóðminjasafn (m.a. leiðsögn á íslenski, ensku og pólsku), Árbæjarsafn (þar verður m.a. fornbílasýning), Kjarvalstaðir og Ásmundasafn (munið eftir listasmiðjunni á Kjarvalsstöðum).