Mánudaginn 29. júlí býður Ferðafélag barnanna fjölskyldum í klettaklifur í Lambafellsgjá. Lambafellsgjá er ævintýraveröld fyrir börn og settar verða upp klifurlínur í gjánni og allir fá að klifra upp gjáveggina og síga niður. Lagt verður af stað kl.16 á einkabílum frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6 og tekur ferðin um 3-4 klst. Sjá nánar hér.
Dagana 26-28 júlí er haldin Grettishátíð í Grettisbóli á Laugarbakka í Húnaþingi vestra. Það er boðið upp á skemmtileg dagskrá fyrir fjölskyldur svo sem bogafimi, víkingaleikir, aflraunakeppni og fleira. Sjá… Read more Grettishátíð 2013 →
Sunnudaginn 28. júlí verður haldin barnahátíð í Viðey. Boðið verður upp á margt skemmtilegt fyrir börn svo sem fjörufjör, fjölskyldujóga, leiki með skátum, trúðar koma í heimsókn, sirkus og fleira. Hægt verður að kaupa pylsur, grilla á stóru grilli og boðið verður upp á ís. Dagskráin hefst kl. 12:15-16:00. Allar nánari upplýsingar um dagskrá er hér.
Ferðafélag barnanna býður fjölskyldum upp á skemmtilegar ferðir út í náttúruna þar sem börnin fá að takast á við spennandi ævintýri. Sunnudaginn 28. júlí verður boðið upp á ferð á… Read more Ratleikur og adrenalínklifur →
Við mælum með Bastard sýningunni á Volcano sirkushátíðinni. Sýningin sem stendur yfir í um 20 mínútur fær mann til að hugsa hvað okkar undursamlegu hendur geta gert margt. Okkur… Read more Við mælum með Bastard →
Þær eru notalegar minningarnar með ömmu að spila Svartapétur en þær minningar rifjuðust nú upp þegar strákarnir voru að biðja mig um að kenna sér spilareglurnar. Spilabókin var gripin og… Read more Svartipétur þangað til einhver verður tapsár →
Næstkomandi sunnudag verður íslenski safnadagurinn haldinn hátíðlegur. Þá bjóða mörg söfn upp á sérstaka dagskrá og verður ókeypis inn öll söfn sem taka þátt í deginum. Sjá nánar um safnadag þeirra safna sem eru í bókinni hér: Sjómannasafn (m.a. hægt að fara í varðskipið Óðinn), Þjóðminjasafn (m.a. leiðsögn á íslenski, ensku og pólsku), Árbæjarsafn (þar verður m.a. fornbílasýning), Kjarvalstaðir og Ásmundasafn (munið eftir listasmiðjunni á Kjarvalsstöðum).
Hjólreiðafélag Reykjavíkur kann að skipuleggja skemmtilegar þrautir. Börnin voru himinlifandi með krakkaþrautina sem haldin var í Heiðmörk í dag. Það þótti ótrúlega spennandi að hjóla í náttúrunni upp og niður brekkur… Read more Myndir frá Krakkaþrautinni →