Klettaklifur í Lambafellsgjá
Mánudaginn 29. júlí býður Ferðafélag barnanna fjölskyldum í klettaklifur í Lambafellsgjá. Lambafellsgjá er ævintýraveröld fyrir börn og settar verða upp klifurlínur í gjánni og allir fá að klifra upp gjáveggina og síga niður. Lagt verður af stað kl.16 á einkabílum frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6 og tekur ferðin um 3-4 klst. Sjá nánar hér.