Grettishátíð 2013
Dagana 26-28 júlí er haldin Grettishátíð í Grettisbóli á Laugarbakka í Húnaþingi vestra. Það er boðið upp á skemmtileg dagskrá fyrir fjölskyldur svo sem bogafimi, víkingaleikir, aflraunakeppni og fleira. Sjá nánar dagskrá hér.
Einnig hefur verið boðið upp á víkinganámskeið í sumar fyrir börn á aldrinum 6-13 ára. Þau klæðast víkingaklæðum, fara í víkingaleiki, skjóta af boga, skylmast með sverðum, elda mat að hætti víkinga, læra um rúnaletur og fleira. Eitt námskeið er 6-7 ágúst fyrir 10-13 ára börn. Sjá nánar hér.
Mynd af ofan fengið að láni af heimasíðunni Grettistak.is