Skip to content

Flokkur: Viðburðir

Bátahelgi í Reykjavík

  Á morgun laugardaginn 18. maí verða hátíðarhöld við Sjóminjasafnið í Reykjavík. Margt verður í boði fyrir gesti svo sem sigling, hádegisverður í Víkinni, skip verða til sýnis og margt fleira. Veðurspáin lofar góðu svo þetta gæti orðið skemmtilegur dagur fyrir alla fjölskylduna. Dagskráin hefst kl. 10. Sjá nánar hér.  

Eldfjalla- og gjótukönnun í Búrfellsgjá

Á fimmtudaginn 9. maí býður Ferðafélag barnanna upp á eldfjalla- og gjótukönnun í Búrfellsgjá. Gengið er eftir gjánni að gígnum Búrfelli. Þetta er mjög fallegt og ævintýralegt svæði með ýmsum hellum, sprungum og gjótum. Gott er að taka með nesti og klæða börnin eftir aðstæðum og veðri. Sjá nánar hér.