Barnahátíð í Reykjanesbæ
Barnahátíð verður haldin í Reykjanesbæ helgina 11. – 12. maí. Markmið hátíðarinnar er að skapa foreldrum og börnum fjölbreytt tækifæri til frjórrar og gefandi samveru og stuðla þannig að fjölskylduvænum Reykjanesbæ.
Dagskráin er fjölbreytt og ókeypis á alla viðburði. Í Vatnaveröld eru skemmtileg leiktæki fyrir yngstu kynslóðina. Við hliðina á Vatnaveröld er Hreystivöllur þar sem foreldrar geta skorað á börn sín í hreystikeppni. Skessan í hellinum tekur vel á móti gestum og listasmiðja verður haldin í Duushúsi þar sem einnig er hægt að skoða hersafn. Við Víkingaheima verður tjald þar sem börn geta selt eða keypt dót á leikfangamarkaði. Landnámsdýragarðurinn verður opnaður fyrir sumarið og þar verða grillaðar pylsur. Í Víkingaheimum verður hægt að skoða víkingaskip og máta víkingabúninga. Síðan verður tívolí á Keflavíkurtúni og margt fleira í boði.