Finnum leynistað úti í náttúrunni
Í dag er veðrið til að vera úti með börnin. Það er svo gaman að fara á fallegan stað úti í náttúrunni og njóta stundarinnar með þeim. Margir staðir eru… Read more Finnum leynistað úti í náttúrunni →
Í dag er veðrið til að vera úti með börnin. Það er svo gaman að fara á fallegan stað úti í náttúrunni og njóta stundarinnar með þeim. Margir staðir eru… Read more Finnum leynistað úti í náttúrunni →
Það er alltaf svo gaman að föndra fyrir páskana. Í dag laugardaginn 23. mars verður föndrað í Gerðubergssafni kl. 14. Á morgun sunnudaginn 24. mars verður páskaföndur í Borgarbókasafninu, aðalsafni kl. 15 og á mánudaginn 25. mars verður boðið upp á páskaföndur í Sólheimasafni kl. 14-16. Hænur verða í aðalhlutverki, ekkert efnisgjald og allir velkomnir.
Eru föstudagskvöld pizzakvöld hjá þinni fjölskyldu? Pizza uppskrift Ebbu Guðnýjar er einföld, fljótleg og afskaplega góð; það tekur styttri tíma að gera þessa pizzu heldur en að keyra á næsta… Read more Pizzakvöld →
Framundan er íslensk kvikmyndahelgi um land allt. Sýndar verða íslenskar kvikmyndir og er aðgangur ókeypis. Í Bíó Paradís verða sýndar tvær barnamyndir á sunnudeginum kl.15, Jón Oddur og Jón Bjarni… Read more Íslensk kvikmyndahelgi 22.-24.mars 2013 →
Höfundar bókarinnar Útivist og afþreying fyrir börn bjóða upp á fyrirlestur um heilbrigði og vellíðan barna. Fræðslan hentar vel fyrir starfsfólk fyrirtækja, skóla, leikskóla og alla sem koma að uppeldi barna. Áhugasamir geta fengið nánari upplýsingar með því að senda tölvupóst á lara@sessionimpossible.com eða siggarna@gmail.com.
Kl. 15:00 Á Kjarvalsstöðum verður fjölskylduviðburður í tengslum við sýninguna Flæði. Byrjað verður á stuttri leiðsögn og börnin fá að velja eitt listaverk til að vinna með. Sjá nánar… Read more Viðburðir Sunnudaginn 17.mars →
Um helgina verður 60 ára afmælishátíð á Bókasafni Kópavogs. Dagskrá verður fyrir alla fjölskylduna, kaffi og terta, ókeypis bókasafnsskrírteini og dvd á 60 kr. Á staðnum er einnig Náttúrufræðistofa Kópavogs sem skemmtilegt er að heimsækja með börnin. Sjá nánar um hátíðina hér.
Fátt er jafn skemmtilegt og að fara á skíði í fallegu veðri. Í dag er mjög fínt veður í Bláfjöllum, heiðskýrt, -8° og frábært færi. Hvernig væri að nota tækifærið og skreppa á skíði með fjölskylduna, taka með heitt kakó og brauð og eiga skemmtilegan dag saman. Þar sem það er kalt úti er mjög mikilvægt að klæða börnin vel en þó hlýnar fljótt þegar sólin fer að skína. Opið kl. 10-17. Skíða- og brettaleiga á staðnum. Muna að vera með skíðahjálma.