Fallegt veður í Bláfjöllum í dag
Fátt er jafn skemmtilegt og að fara á skíði í fallegu veðri. Í dag er mjög fínt veður í Bláfjöllum, heiðskýrt, -8° og frábært færi. Hvernig væri að nota tækifærið og skreppa á skíði með fjölskylduna, taka með heitt kakó og brauð og eiga skemmtilegan dag saman. Þar sem það er kalt úti er mjög mikilvægt að klæða börnin vel en þó hlýnar fljótt þegar sólin fer að skína. Opið kl. 10-17. Skíða- og brettaleiga á staðnum. Muna að vera með skíðahjálma.