Vetrarhátíð: Grasa- og Húsdýragarðurinn 8. febrúar kl.19
Í kvöld, 8. febrúar kl. 19-21, er spennandi dagskrá í Grasagarðinum í tengslum við Vetrarhátíðina. Gestum verður boðið að taka þátt í skemmtilegum uppákomum eins og spegilsýn, vaðlaug og ljósaleik. Þar verður afhjúpaður snjóskúlptúr og í Café Flóru verður notaleg stemning. Í Húsdýragarðinum verður boðið upp á ævintýralega leiðsagða heimsókn til dýranna í myrkrinu kl.19.