Heiðmörk að vetri til

Heiðmörk er ein af mörgum náttúruperlum sem við erum svo lánsöm að hafa aðgang að. Börnin hafa ekki síður gaman af að leika þar að vetri til og við fullorðna fólkið getum notið náttúrufegurðar og kúplað okkur út úr hraða borgarlífsins.

Myndirnar voru teknar í snjóhúsaferð sem farin var á vegum Ferðafélags Barnanna. Farið var í Furulund sem Skógræktarfélag Reykjavíkur kom á fót árið 2000 þegar Reykjavík var kjörin Menningarborg Evrópu. Þarna eru leiktæki og blakvöllur. Inn af Furulundi er Dropinn þar sem finna má grill, borð og bekki. Sjá nánar um Heiðmörk á bls. 68-72 í bókinni.

Börnin ljómuðu af gleði eftir útiveruna og skemmtu sér vel að eigin sögn. Það var mjög mikilvægt að muna eftir  heita kakóinu en börnin fengu einnig samlokur og góðgæti. Vil samt taka fram að það þurfti smá átök til að koma börnunum af stað (eitt þeirra er heltekið af Minecraft) en þegar á staðinn var komið lifnaði yfir liðinu.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s