Ylströndin einstök að vetri til
Stemningin á Ylströndinni í Nauthólsvík er einstök að vetri til, sérstaklega þegar viðrar eins og undanfarna daga. Speglamyndirnar í sjónum eru sem listaverk og gufan sem rýkur úr heita pottinum er sveipuð ákveðinni dulúð. Gaman er að fylgjast með flugvélum sem sveima yfir víkinni og ef ský eru á lofti má lesa úr þeim myndir. Síðan er yndislegt að fá sér göngutúr meðfram fjörunni og njóta ferska andrúmsloftsins. Kennum börnunum okkar að skynja fegurðina sem náttúran býr yfir. Sjá nánar upplýsingar um opnunartíma baðaðstöðu hér.