Lesum bækur með börnunum
Á köldum dögum er fátt notalegra en að vera inni og lesa bækur. Flestum börnum þykir gaman þegar lesið er fyrir þau og hefur bókalestur jákvæð áhrif á málþroska, orðaforða og lestrarfærni. Bókasöfn eru víða og í flestum mjög góð aðstaða fyrir börn. Að skreppa á bókasafn í lok vinnuviku er til dæmis mjög góð leið til að slaka á og njóta þess að vera með þeim.